Fiskveiðikerfi Fæeyinga virkar.

Loksins fengu Íslendingar að líta agnar ögn af fiskveiðistjórnun Færeyinga sem fengið hefur einkunnina hin besta í Evrópu og ef til vill þótt víðar væri leitað. Þeir gerðu nefnilega tilraun með kvótakerfið í tvö ár og hentu því hinu sama að þeirri tilraun lokinni þar sem þeim blöskraði sú verðmætasóun sem slíkt kerfi inniheldur. Jörgen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyinga kom fram í Kompásþættinum og lýsti í einföldu máli hverning Færeyingar hafa haldið veiði á sama róli í hundrað ár með sömu aðferðum meðan flest allar þjóðir í kring um þá sem hafa kvótakerfið mega þola síminnkandi fiskistofna sem árangur þeirra aðferða sem kvótakerfi inniheldur. Kæra þakkir Kompásmenn fyrir góðan þátt.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband