Ríkissjóður rekin á núlli með skattpíningu hinna tekjulægstu, í rúman áratug.

Það er alvarlegt að mismuna þegnunum einkum og sér í lagi ef slík mismunun er innifalin í kerfi mannsins. Núverandi skattkerfi með tekjutengingafyrirbærinu sem fyrir löngu hefur bitið í skottið á sér er sorglegur vitnisburður aðferða núverendi ríkisstjórnarflokka, sem hvorugir hafa náð að eygja sýn á kjör fólksins sitjandi í Fílabeinsturni valdsins of langan tíma. Núverandi skattkerfi hefur framleitt fátækt í voru landi, með frystingu skattleysismarka og þeirri óráðsíu að aftengja mörkin verðlagsþróun í landinu , meðan verðtrygging fjárskuldbindinga var færð fjármálastofnunum á silfurfati við sölu banka úr eigu ríkis í hendur einkaaðila. Lágtekjufólk, aldraðir og fatlaðir hafa mátt ganga gegnum móðuharðindi vorra tíma í formi vitundarleysis sitjandi ráðamanna um kjör fólksins í landinu og þá atlögu að sjálfsvirðingu einstaklinganna sem ekki hafa getað tekið þátt í sams konar þjóðfélagi lífsgæða og aðrir landsmenn. Þetta er ástand sem einfaldlega er ekki líðandi í siðaðra manna samfélagi stundinni lengur.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband