Togstreita ríkis og sveitafélaga í bráðnauðsynlegum skipulagsframkvæmdum.

Magnús Þór benti réttilega á það í þætti í dag í Reykjavík norður, hvers konar togstreita hefði einkennt athafnir R-lista annars vegar og ríkisstjórnar hins vegar en þar var einmitt um að ræða núverandi formann SF og fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins, sem báðir áttu setu sem borgarstjórar í Reykjavík. Það er nefnilega með ólíkindum að ekki skuli hafa tekist að koma í horf stofnæðum út úr og inn í höfuðborg landsins. Meira og minna einkenndi það umræðu um þessi mál til langs tíma hnútukast um keisaranna skegg meira og minna á kostnað athafna til verka. Svipað dæmi má finna varðandi tvöföldun Reykjanesbrautar sem komst gegnum Hafnarfjörð en tafðist í gegnum Garðabæ á leið í Kópavog öllum til tjóns. Það er lágmark að stjórnsýslustig ríkis og sveitarfélaga starfi saman að nauðsynlegum skipulagsframkvæmdum og slikar framkvæmdir lendi ekki sem flokkspólítískt hnútukast af heimskulegum toga, á kostnað verkefna sem þarf að framkvæma alveg sama hvar á landinu er.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband