Þögn stjórnmálaflokka um kvótakerfið, allra nema Frjálslynda flokksins.

Samfylkingin hefur ekki skoðun á kvótakerfinu og formaðurinn sagði það ekki vera til umræðu mikið nú eins og fyrir síðustu kosningar, það var nú allt og sumt. Vinstri Grænir og formaður þeirra Steingrímur Joð, brást hinn versti við þegar Sigurjon Þórðarson benti á andvaraleysi hans flokks í kjördæmaþætti Norðaustur nýlega. Þetta sama andvaraleysi þessara beggja stjórnarandstöðuflokka hefur Guðjón Arnar einnig bent á. Andvaraleysi sitjandi stjórnarflokka er algert og þeir hinir sömu hafa rembst eins og rjúpan við staurinn að telja landsmönnum trú um að sól sé í heiði, þótt halgél dynji á landsmönnum. VG og SF hafa því verið í þagnarbandalagi um kvótakerfi sjávarútvegs, með ríkisstjórnarflokkunum og margir vinstri menn því miður á þeirri skoðun að fiskveiðar séu ekki eitthvað sem við Íslendingar þurfum að vera hugsa um til framtíðar þar komi eitthvað annað til. Sem dæmi hefur sýn á lífríki sjávar ekki verið meðferðis í umhverfisvitundarvakningu hinni meintu hér á landi, því fer svo fjarri, aðeins það sem hönd á festir eða augað sér.

Mál er að linni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband