Árangur fjársveltra ráðuneyta Framsóknarmanna ?

Það er allt í uppnámi í heilbrigðisgeiranum og hátæknisjúkrahús tekst ekki að manna og starfsmenn geta ekki tekið sitt sumarfrí. Árangur ? Barnaverndarmálin og vandi barna sem ánetjast fíkniefnum skyldi maður álykta að fengi fé til úrræða, en því er ekki að heilsa og biðlistar eftir meðferðarúrræðum og yfirfull neyðarvistun hefur meðal annars orsakað að vandinn eykst fremur en hitt þegar úrræðaleysið er fyrir hendi, og heilbrigðisvandamál knýja dyra. Hvað þá jú yfirfullt BUGL og biðlistar enda sama húsnæði þar á bæ í 30 ár, ég endurtek 30 ár sem er til skammar fyrir hlutaðeigandi aðila við stjórnvölinn. Það var ekki fyrr en á síðasta ári að ríkið ákvað að veita fjármagni til bygginga við Bugl en þá höfðu einstaklingar og fyrirtæki safnað fé til uppbyggingar þar á bæ áður en það kom til sögu. Árangur ?  Svar mitt er Nei.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér þarna. Skrítið að það skuli aldrei vera talað um mannekluna á heilbrigðisstofnunum í kosningasjónvörpunum hér í kring og ástæðu þess sem er auðvitað einföld; Léleg kjör. Að innan heilbrigðiskerfisins hefur akkurat engin kaupmáttaraukning átt sér stað og því flýr fólk þetta kerfi.. Það er ekkert talað um þetta, ekki í Silfrinu, ekki í Kosningasjónvarpi RUV né Stöð 2.

 Ég helst þó inni enda geri ég það bara af hugsjón, en get ekki leyft mér að vinna meira en 50% á minni hjúkrunardeild. Þarf að vinna mér inn alvöru tekjur líka og nota því restina af tímanum við það. Hefði samt ekkert á móti því að vinna 100% starf í þessum geira.. en hef bara því miður ekki efni á því frekar en aðrir.

Björg F (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 00:48

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Björg .

Já þetta er sorgleg þróun sem þarna á sér stað, en láglaunapólítikin er feimnismál sem ekki skal of mikið rætt.

Það er ósköp svipað ástand í skólum landsins að ég tel margir vinna þar af hugsjón einni saman.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.5.2007 kl. 00:56

3 identicon

Já ég veit að stærðfræðikennara dætra minna er að hætta vegna lágra launa. Hann er kennarinn sem er uppáhald allra nemenda og stelpurnar mínar tala um að það hafi aldrei verið jafn gaman að læra stærðfræði eins og hjá honum.. mikill missir að hann skuli fara.

Ég var nú að skrifa Agli Helgasyni bréf um þetta. Kannski að það hafi komið af stað einhverjum fræjum og hann spyrji pólitíkusana út í þetta fyrir komandi kosningasjónvarp..

Gangi þér vel Guðrún mín í kosningunum, þó ég hefði viljað sjá þig aðeins ofarlegra á lista.

Björg F (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 01:26

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gott hjá þér Björg og kærar þakkir fyrir góð orð í minn garð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.5.2007 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband