Hvaða velferðarsamfélag er Sjálfstæðisflokkurinn að tala um ?

Auglýsingar ríkisstjórnarflokkanna ekki hvað síst Sjálfstæðisflokksins varðandi það atriði að landsmenn vaði í velferð og kaupmætti er sem blaut tuska framan í fólk sem lifir illa eða ekki af til dæmis ellilífeyri og er sligað af greiðslu þjónustugjalda í heilbrigðisþjónustu og lyfjakostnaði. Aldraðir eru reiðir og reiði þeirra er réttlát, biðlistar eftir hjúkrunarrýmum gefur þessari ríkisstjórn í raun falleinkunn í vitund og ábyrgð í þessum málaflokki. Menn hafa nefnilega haft langan tíma til að gera eitthvað og standa sig í úrræðum en það hafa þeir EKKI gert, og hjákátlegt loforðaflóð um úrbætur nú allt í einu eftir sextán ár er einfaldlega eitthvað sem fólk treystir ekki lengur.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband