Amma til sölu ?

Hannes Hólmsteinn leggur hér út pistil í sínum ofurvinsæla dálki lesninga á blogginu um orð þess efnis að menn frjálshyggju væru tibúnir til þess að selja ömmu sína sem að hans sögn hafi fallið úr munni vinstri manna. Það má svo sem alveg velta því fyrir sér nú orðið hvað menn telja að geti gengið kaupum og sölum þegar menn hafa gengið svo langt að gera óveiddan fisk úr sjó að söluvöru á þurru landi sem viðskiptaeiningu verðmæta. Burtséð frá langtímamati á stærð fiskistofna til dæmis, sem og verðmyndun og kostnaði er slík umsýsla óhjákvæmilega hlýtur að innihalda. Skattaálögur hins opinbera á umsýsluna eru vissulega tekjulind í þjóðarbúið eða hvað ? Af hverju ekki ólæknaðir sjúkdómar, ófædd lömb, mjólk úr kú, sem verslunarvara með framsal og leigu undir formerkjum hagræðingar meints markaðssamfélags hjá 300 þúsund manna þjóð ? Það skyldi þó aldrei vera að menn kunni að hafa flogið framúr sjálfum sér sem aftur kynni að orsaka það álit manna að menn væru tilbúnir til þess að selja ömmu sína. Framkvæmdasjóður aldaðra hefur ekki byggt upp öldrunarþjónustu heldur hafa peningarnir verið notaðir í rekstur eins skringilegt og það nú er.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband