Hverjum datt í hug að frysta skattleysismörk á sínum tíma ?

Ber Framsóknarflokkurinn ábyrgð á frystingu skattleysismarka ? Hvað með Sjálfstæðisflokkinn, var hann hugmyndasmiðurinn í því sambandi ? Hví mætti verkalýðshreyfingin ekki grá fyrir járnum ? Höfðu lífeyrissjóðirnir ef til vill fjárfest í atvinnulífinu, þar sem hagsmunir sjóðanna miðuðust við rekstur fyrirtækja á hvað lægstum launagreiðslum er aftur ávaxtaði fé sjóðanna ? Rannsókn sýndi að 10 % landsmanna bjó við fátækt , vegna hvers ? Ef til vill vegna þess að skattprósenta lagðist af fullum þunga á upphæð sem var undir framfærslumörkum félagsmálastofnanna, og skilgreiningu fjármálastofnanna allra um upphæðir til framfærslu einstaklingsins ? Hvaða snillingur skyldi í raun bera ábyrgð á því atriði að skattleysismörkinn skuli hafa verið fryst í langan tíma aftengd verðlagsþróun í landinu ? Hver var það sem bar og ber ábyrgð á því ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband