Bannað að veiða fisk á handfæri á Íslandi.

Stórútgerðin hefur séð ofsjónum yfir veiðum smábáta og ríkisstjórnin náttúrulega dansað með öllum þeirra óskum likt og sértrúarsöfnuður, þannig smábátaflotanum var troðið inn í kvótakerfið og frelsi hins íslenska einyrkja til þess að sækja fisk úr sjó, á handfæri þar með afnumið sem atvinnugrein eins stórvitlaust og það nú er. Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi flutt frumvarp á Alþingi þess efnis að veita  trillusjómönnum einyrkjum, með tvær handfærarúllur frelsi til veiða hér við land sem hvorki mun nokkurn tímann ógna fiskistofnum fyrir fimm aura hvað þá tíu, en slíkt hefur ekki fengi náð í augum þingsins sem réttlætismál. Stórútgerðin skal sitja ein að sameign þjóðarinnar það er boðorð núverandi ríkisstjórnarflokka.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband