Fjárfestingar í topp í sjávarútvegi, mörg þúsund tonna olíuknúinn skip við veiðar.

Meðan smábátum  var markvisst fækkað með allra handa aðgerðum svo sem uppkaupum Þróunarsjóðs sjávarútvegs á sínum tíma, fækkun daga í þáverandi dagakerfi og fl og fl. þar sem aflaheimildir færðust yfir á stórútgerðir, minnkaði þorksstofninn tölum samkvæmt nær beinni línu niður á við og nú í dag kemur helmingi minni þorskafli á land en veiddur var við upptöku kvótakerfisins, ég endurtek helmingi minni. Því til viðbótar hefur Hafrannsóknarstofnun mælt 17 % minnkun stofnvísitölu þorsks nú í ár , síðan í fyrra. Skuldir útgerðarinnar nema að minnsta kosti 350 milljörðum króna og nákvæmlega ekki nokkur skapaður hlutur má út af bera svo fyrirtækin haldi sjó. Samt ganga núverandi ríkisstjórnarflokkar í " nýju fötum keisarans " og mæra hina miklu hagræðingu í sjávarútvegi svo jaðrar við sértrúarsöfnuð nú orðið. Landssamband Íslenskra útgerðarmanna hefur hljótt um sig.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Hanna Birna bloggið er stórfyndið ekki vantar það he he he..... svo ekki sé minnst á það að nettenginin slitnar yfirleitt hjá mér þegar ég fer að tala um kvótakerfið minna núna en alltaf reglulega gegnum tíðina , álíka einhverjum draugagangi he he...

 kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.5.2007 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband