Kvótakerfið, annar kapítuli, mistökin hin miklu, framsalslögleiðing þingsins.
Laugardagur, 5. maí 2007
Um það bil tíu árum eftir upptöku kvótakerfis í sjávarútvegi, var bætt inn í fiskveiðistjórnunarlöggjöfina heimild til handa útgerðarfyrirtækjum að selja og leigja frá sér aflaheimildir, þ.e óveiddan fiskinn úr sjónum. Þessi gjörð leiddi til einnar mestu fjármunabraskumsýslu sem um getur í íslenzku samfélagi, og hamagangurinn og lætin við það atriði að koma með verðmesta fiskinn að landi leiddi til þess að fiski var kastað í sjóinn á Íslandsmiðum og verðmætasóun kom til sögu sem aldrei áður hafði þekkst hér á landi. Brottkastið á Íslandsmiðum skekkti allar tölur um veiddan afla og þar af leiðandi útreikninga hvers konar í því sambandi .Brottkastið vildu menn hins vegar ekki kannast við fyrr en það náðist á mynd og var sýnt í sjónvarpi allra landsmanna. Brask milli útgerðarfyrirtækja hélt áfram og bankar hófu að veðsetja aflaheimildir að eigin sjálfdæmi þ.e. óveiddan fisk úr sjó með öllum þeim óvissuþáttum sem slíkt eðli máls innihélt. Bókstaflega stórfurðulegt athæfi. Sjávarþorpin urðu ekki nægilega hagkvæm fyrir útgerðarfélögin og þrátt fyrir allra handa loforðaflóð hinna ýmsu fyrirtækja um atvinnustarfssemi svo og svo mikið ´, víluðu menn ekki fyrir sér að selja aflaheimildir brott af stöðunum og gera fólkið atvinnulaust og eignir og þjónustumannvirki verðlaus á einni nóttu. Allt undir formerkjum hagræðingar útgerðarfyrirtækja gjörsamlega fjarri snefil af samfélagslegri ábyrgð af hálfu fyrirtækjanna.
Þetta system samþykkti gamla fjórflokkakerfið á þingi, og þess vegna varð Frjálslyndi flokkurinn til.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.