Upphaf kvótakerfis í sjávarútvegi.

Upptaka kvótakerfis í sjávarútvegi var komið á fót þegar Halldór Ásgrímsson gegndi embætti sjávarútvegsráðherra, og hefur hann því oft verið nefndur Guðfaðir kvótakerfisins. Ákveðið var að fara þá leið að hafa heildarkvóta í fiskveiðum á Íslandi og úthlutunarreglur voru miðaðar við þriggja ára veiðireynslu þeirra er þá voru að störfum í atvinnugreininni. Þeim fyrirtækjum sem þá störfuðu var því afhent heimild , aflaheimild sem innihélt ákveðið magn miðað við magnið sem fyrirtækið hafði veitt , þrjú ár áður. Aflaheimild er kvótinn, sem hvert fyrirtæki fékk úthlutað til ráðstöfunar eitt fiskveiðiár í senn sem nær frá september til september. Þessi þrjú ár voru hinar ýmsu útgerðir á landinu, ekki allar ekki endilega á fullri afkastagetu þetta viðmiðunartímabil, ef til vill með skip í slipp eitt árið , ellegar aðrar sérstakar ástæður sem ýmsar kunna að geta verið orsökuðu það að útgerð var ekki á fullu þessi þrjú viðmiðunarár. Menn hófu því að knýja dyra hjá ráðuneytinu varðandi það atriði að fá endurskoðun ákvarðana gagnvart eigin aðstæðum en þar komu menn að lokuðum dyrum alfarið. Enginn einasta endurskoðun hvað þá að áfrýjunarnefnd hefði verið sett á fót til skoðunar á íþyngjandi stjórnvaldsákvörðunum gagnvart einstökum aðilum, var svar sitjandi ráðherra.

Það var því vaðið af stað veg offars ákvarðanatöku gagnvart þegnum landsins í þessu tilviki aðilum sem störfuðu við íslenskan sjávarútveg, og máttu þola minni hlut heimilda til veiða (kvóta ) en áður vegna endurskoðunarleysis.

Þarna hefst sú ósátt og það óréttlæti sem enn fennir ekki í sporin á enn þann dag í dag, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

meira síðar.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Svona er vinavæðingin, sumir eru jafnari en aðrir

Ester Sveinbjarnardóttir, 4.5.2007 kl. 02:56

2 identicon

Sæl Guðrún, frjálslyndir standa fyrir góðum málum verst er að það virðist ekki ætla að skila sér til þjóðarinnar í formi atkvæða.  Þú stendur þig vel í skrifum þínum gangi þér vel. Með kveðju Elías Guðmundsson.

Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 09:54

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk takk, Ester og Hanna Birna.

Þakka þér fyrir Elías, maður leyfir sér að vona að meira komi úr kössunum en kannanir benda til.

kveðja. Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.5.2007 kl. 22:19

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Og svo úthlutaði Haldór sér og sinni fjölskildu kvóta, enn hann er nú farinn eða eins og sagt er Rotturnar flýja hið sökvandi skip.

Georg Eiður Arnarson, 4.5.2007 kl. 23:01

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Georg.

Halldór var í raun vanhæfur til þess að koma nálægt reglum um slíkt vegna tengsla sinna við sjávarútveg.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.5.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband