Frjálslyndi flokkurinn berst áfram fyrir byggðunum á Íslandi.

Baráttan fyrir breytingu á kvótakerfi sjávarútvegs er barátta fyrir byggð um allt land og því nær óskiljanlegt að við Frjálslyndir, séum eini stjórnmálaflokkurinn í landinu sem ræðir þær nauðsynlegu umbreytingar sem þurfa að koma til sögu svo sem frelsi einstaklinga til aðkomu að atvinnu við fiskveiðar. Nýliðun í atvinnugreinni er forsenda þróunar en nýlíðun var ekki innbyggð í núverandi kerfi heldur fjármagnsbrask sem síður en svo hefur gert nokkuð annað en að auka skuldir á skuldir ofan er menn hafa selt sig út úr greinninni, og snúið sér að öðru en fiskveiðum. Það er einfalt að snúa við eins og skot byggðaflótta af landsbyggðinni með því að veita atvinnufrelsi til einyrkja í sjávarútvegi er aftur skilar þjóðarbúinu tekjum og gangsetur hjól atvinnulífs á ný, þar sem burtseldur kvóti millum stórfyrirtækja hefur svipt þorpin atvinnu og lífsgæðum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband