Að gæta jafnræðis við stjórnvaldsákvarðanir.

Stjórnsýslulögin sem og upplýsingalög voru afskaplega mikil réttarbót að mínu mati á sínum tíma. Að sjálfsögðu þarf þingið og nefndir þess að starfa í einu og öllu eftir stjórnsýslulögunum sé um að ræða ákvarðanatöku er varðar rétt eða skyldu manna, hvers konar. Þar hvorki á né má leika nokkur einasti vafi á um að jafnræði kunni að skorta. Koma formanns allsherjarnefndar í Kastljós í kvöld, varpaði litlu sem engu ljósi á eitt eða neitt frekar varðandi mál einstaklings sem um hefur verið fjallað og á vensl við ráðherra í ríkisstjórn landsins. Þetta er án efa erfitt mál fyrir alla hlutaðeigandi en þess þá heldur og því fyrr því betra sem menn koma fram með skýringar sem almenningur skilur, varðandi það atríði að ákvarðanataka byggist á reglum með mörkum, í þessu efni sem öðru.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband