Tveir síðustu fjármálaráðherrar, hafa neitað hlusta á fólkið í landinu.

Sitjandi fjármálaráðherra landsins var í sjónvarpsþætti í kvöld, þar sem umræða um skattbyrði á tekjulægstu þegnanna var meðal annars til umræðu. Það skipti engu máli þótt fyrirspyrjandi, eða þáttakendur aðrir í umræðu hefðu bent á ýmsar staðreyndir varðandi þyngingu skattbyrði tekjuminnstu hópa þessa samfélags. Ráðherrann sagði alla aðra (en hann ) fara með rangt mál. Þvílík og önnur eins þráhyggja og þar kom fram er vandfundinn. Þetta er sami maður og lét þau orð falla á síðustu dögum þingsins , í umræðu af sama toga þar sem sá hinn sami spurði.

" Drengir sjáiði ekki veisluna ? " þar sem að öllum líkindum var átt við allsnægtaborðið sem almenningur á að sitja við í dag. Fyrir þann einstakling sem illa eða ekki dregur fram lífið af launum fyrir fulla vinni í íslensku samfélagi eftir greiðslu skatta í dag, getur ekki litið á þessi orð þessa ráðamanns öðruvísi en sem vitundarfirringu og eða valdsmannshroka. Forveri hans í embætti fjármálaráðherra núverandi forsætisráðherra átti við sömu erfiðleika að etja varðandi það atriði að hlusta á fólkið í landinu og trúa orðum þess um sín kjör í stað þess að einblína á meðatalsútreikninga á blaði um kjör fólks. Svo vill nefnilega til að forsendur útreikninga eru margar og mismunandi en flókið var það ekki þegar fólk með innan við eitt hundrað þúsund krónur í mánaðarlaun lenti undir fátæktarmarkaskilgreiningu við það eitt að greiða þá tekjuskattsprósentu af upphæð sem var nær samhliða fátæktarskilgreingunni.

Menn sem hafa misst sjónar á aðstæðum þeirra sem erfiðast róa í voru þjóðfélagi , hafa ekkert að gera við stjórnvölinn.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr.. og svo þegar maðurinn fór að tala um að það væri auðveldara að kaupa sér íbúð núna en fyrir fáum árum??? Halló?? Hvað er eiginlega að honum.. þetta pirraði mig hárlausa næstum því. Nýbúin að kaupa sjálf íbúð.. og þurfti t.d. að greiða bara 700 þús í stimpilgjöld. Þurfit að taka meira lán svo ég gæti borgað skatt af láni sem ég varð að taka til ríkisins..?!? Ríkið er að koma okkur í skuldasúpu. Og hverjir græða? Bankarnig og Ríkið.. Þeir efnameiri þurfa ekki að taka sér slík lán.. allavega ekki lán til að borga lán.. Maðurinn er annaðhvort mjög veruleikafirrtur eða hann bara getur ekki viðurkennt hagstjórnarmistök ríkisstjórnarinnar því þá væri hann í leiðinni að lýsa yfir sinni eigin vanhæfni..

Björg F (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 00:41

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Björg.

Já það er löngu tímabært að mótmæla því að þurfa að hlusta á ráðamenn landsins tala svona til fólks.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.5.2007 kl. 01:01

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Góð grein Gunna, tek undir með þér.

Ester Sveinbjarnardóttir, 2.5.2007 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband