Velferðarkerfi á brauðfótum, án fjármagns til rekstrar.

Þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar guma sig af aukningu útgjalda til heilbrigðismála milli ára hefur ekki verið tekið mið af fjölgun íbúa sem nota þurfa kerfið, kerfi sem að hluta til hefur verið vinsælt að vaða í og skera af til reksturs einkum og sér í lagi, meðan sjálfvirk útgjaldaaukning til dæmis í formi lyfjakostnaðar hefur ekki lotið nokkri einustu skoðun sem þyrfti. Hvað þá mat á áhrifum biðlista í hina ýmsu þjónustu sem margsinnis hefur verið sýnt fram og sannað að eykur útgjöld í raun í stað þess að hægt sé að taka á vandamálum þegar þau knýja á. Heilbrigðiskerfið í heild hefur verið sem heilög kú sem menn hafa ekki lagt sig niður við að þróa og umbreyta með það að markmiði meðal annars að nýta kosti einkaframtaks í þjónustu hins opinbera á afmörkuðum sviðum sem aftur kynni að þýða sparnað sem nýttist bráðasjúkrahúsum. Ennþá árið 2007 hefur ekki tekist að byggja upp nægilega þétt net grunnþjónustu við heilbrigði þar sem hver maður hefur greiðan aðgang að sínum heimilslækni, en á sama tíma niðurgreiðir hið opinbera aðgengi landsmanna beint í sérfræðiþjónustu þar sem kostnuður hamlar leitunar fólks að. Aukning þjónustugjalda í heilbrigðisþjónustu undanfarin ár og áratugi hamlar leitan hluta fólks sem er afar slæmt og áskapar enn frekari vandamál. Skortur á uppbyggingu öldrunarstofnanna þar sem Framkvæmdastjóður aldraðra hefur verið notaður í rekstur í stað bygginga sem hlutverk sjóðsins er, er hörmulegur vitnisburður vitundar og virðingaleysis við þá sem lokið hafa ævistarfi hér á landi.

Fleira mætti nefna en læt staðar numið í bili.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég held að í stað þess að nota heimilislækna ætti fólk að fá sjálft sín læknabréf og varðveita þau, því ýmislegt leynist í þeim sem þarf að hafa vakandi auga yfir.  Ég er ekki í neinum vafa um að ég muni fara þá leið fari svo að ég þurfi að leita til heilbrigðiskerfisins í komandi framtíð.

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.5.2007 kl. 09:30

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þessu.kv.

Georg Eiður Arnarson, 1.5.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband