Íslendingar vilja endurheimta frelsi til athafna við fiskveiðar.
Þriðjudagur, 1. maí 2007
Það atriði að frelsi til sjósóknar skuli hafa verið afnumið í reynd á Íslandi hjá hinni miklu fiskveiðiþjóð frá örófi alda, með því atriði að færa fyrirtækjum vald til þess að sölsa undir sig heimildir til veiða sem ALDREI skyldi orðið hafa og eru og verða mestu mistök þjóðþingsins alla síðustu öld. Mistök sem sem leikið hafa íslenskt samfélag grátt, þar sem samfélög fólks í sjávarþorpum hafa kring um landið allt orðið að láta í minni pokann fyrir stjórnvaldsaðgerðum í þágu nokkurra útgerðarfyrirtækja fyrst og fremst er síðan hafa leigt frá sér heimildir til veiða dýrum dómum til einyrkja sem enn þrjóskast við það lifibrauð að veiða fisk úr sjó. Undir formerkjum hagræðingar sem engin er og síminnkandi fiskistofnar bera vitni um. Tilgangur og markmið þessa kerfis er löngu veg allrar veraldar og urðu það skömmu eftir lögleiðingu framsals og leigu aflaheimilda. Frelsi einstaklinga til athafna er eitt það dýrmætasta sem varðveita þarf og virða og gildir þar engu um hvaða atvinnugrein á í hlut. Þar skiptir all miklu máli að meta hve miklu hver einstaklingur kann að skila af sinni atvinnustarfssemi í formi skatta í þjóðarbúið og hve miklu stórfyrirtækið skilar sem ein eining. Þar skiptir einnig máli að virða það atriði að fjármunum almennings hefur verið varið til þess að byggja íbúðarhúsnæði um allt land sem og þjónustumannvirki og samgöngur í áraraðir.
Núverandi stjórnvöld hafa brugðist því hlutverki sínu að standa vörð um landsmenn alla og það skattfé sem þeir hafa lagt af mörkum gegnum tíðina og afhent fyrirtækjum vald til athafna á kostnað almennings undir formerkjum hagræðingar sem eins og áður sagði engin er.
Það er þvi þjóðhagsleg nauðsyn að breyta núverandi kerfi sjávarútvegs hér á landi hið fyrsta, og valdheimildir til þess arna eru sannarlega fyrir hendi en vilja þarf til verka og þann vilja virðist einungis að finna í Frjálslynda flokknum.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.