Bakkabræður ganga í endurnýjun lífdaga.

Alveg er það stórkostlegt að sjá söguna um Bakkabræður blasa við í stjórnmálaumræðunni kosningar eftir kosningar þar sem málefnafátæktin er slík að ef verja þarf aðferðir viðkomandi flokks þá er tekið til að moka með fjósaskóflunni út um hina meintu glugga moldarkofans. Menn eru þess ekki umkomnir einu sinni að nota prik til þess að vita hver á hvaða fætur eru ofan í vatninu eins og Bakkabræður ku hafa notað forðum daga. Björn Ingi borgarfulltrúi Reykvíkinga fer mikinn þessa stundina í sinni einræðu sem ekki leyfir athugasemdir, þess efnis að ræða að Gróa á Leiti sé í Frjálslynda flokknum, að öllum líkindum vegna gagnrýni Sigurjóns Þórðarsonar, á störf allsherjarnefndar þingsins. Ég get upplýst Björn að Gróa var ekki viðstödd nýstofnað Félag kvenna í Frjálslynda flokknum en minni hann jafnframt á blaðaskrif hans sjálfs fyrir síðustu kosningar þar sem hann ritaði blaðagrein litaða dylgjum í garð frambjóðanda flokksins þá í mínu kjördæmi, sem hann fékk svar við frá þeirri er hér ritar og fleirum á síðum Morgunblaðsins.

Jafnframt vil ég minna Björn á það að sannleikurinn gerir yður frjálsan.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband