Mismunandi íbúalýðræði millum sveitarfélaga !

Þótt mikilvægi þess að bera umdeildar ákvarðanir undir íbúa sé fullgilt sjónarmið,  að ákveðnu marki, þá kann það hins vegar ekki góðri lukku að stýra ef eitt sveitarfélag iðki slíkt lýðræði í eigin útgáfu og annað ekki eða öðruvísi. Það er nokkuð ljóst. Alþingi þarf því að koma að þessu máli með samræmdum reglum gagnvart stjórnsýslustigi sveitarfélaga á öllu landinu. Eftir fund í Mosfellsbæ í dag á vegum Varmársamtakanna þykir mér nokkuð ljóst að skortur á samráði við þá sem sýnt hafa andstöðu í verki er fyrir hendi að einhverju leyti, því miður þar á bæ. Hér í Hafnarfirði var okkur hins vegar boðið íbúum um daginn að kjósa um deiliskipulag álversins, ekki starfsleyfi til stækkunar, sem var þá þegar veitt. Auðvitað hefði átt að kjósa um starfsleyfið ekki deiliskipulag. sem aftur segir mikið um nauðsyn þess að reglur verði settar varðandi á hvaða stjórnsýslustigi er hægt að bera ákvarðanir undir íbúa.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband