Á endalaust að þvælast með flugvélabensín frá Reykjavík til Keflavíkur ?

Mér hefur löngum verið óskiljanlegt hvers vegna þarf virkilega að aka olíu frá Granda gegnum Reykjavík , Kópavog , Garðabæ og Hafnarfjörð á leið til Keflavíkur. Það er ekki langt síðan lá við mengunarslysi hér í Hafnarfirði þar sem olíutrukkur fór á hliðina að mig minnir í hringtorgi. Er ekki mögulegt að skipa upp olíu til dæmis í Helguvík ? Það er annars gott að engan sakaði í þessu óhappi.

kv.gmaria.


mbl.is Dekk fór undan tengivagni olíuflutningabíls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já maður hefði nú haldið það Runólfur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.4.2007 kl. 02:58

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Helguvík er komin í notkun sem flugeldsneytisstöð. Það er búið að leggja flugeldsneytisflutninga af á Reykjanesbrautinni, nema það sem flutt er úr Helguvík á Reykjavíkurflugvöll og út á land. Þannig að málið hefur snúist við.

Aftur á móti finnst er eðlilegt að Suðurnesjamenn fái aðrar eldsneytistegundir, ekki satt? Það borgar sig aldrei að vera að skipa þeim sérstaklega upp í Helguvík. Til þess er markaðurinn á Suðurnesjum ekki nógu stór.

Gestur Guðjónsson, 21.4.2007 kl. 09:28

3 identicon

Já það er bara málið að þeir eru byrjaðir að uppskipa flugvélabensíni JetA1 í tankan í Helgvík en bensínið sem þangað fer er svo dælt í rörum í minni tanka sem eru á varnarsvæðinu á keflavíkurflugvelli og þaðan í leiðslum á flughlaðið við varnarsvæðið það er allveg aðskilt kerfi við kerfið sem að er við flughlað hjá flugstöð Liefs Eiríkssonar. Þannig að þeir eru en að keyra bensíninu á farþegavélar sem að koma við flugstöðina. En bensín er í tönkum við helgvík og er verið að nota það.

Arnar Steinn Elísson (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 09:30

4 identicon

Það kemur í ljós þarna að frambjóðandinn hefur ekki hugmynd um ferli eldsneytisflutninga á suðurnesjum. Er þetta ekki lýsandi dæmi um uppþot og læti stjórnarandstöðuflokkanna. Þið komist ekki langt í stjórnun landsins ef þið vitið ekkert um málefnin sem þið blaðrið um

þorvaldur palsson (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 10:01

5 identicon

Olíubílinn fór ekki á hliðina í Hafnarfirði heldur misti hann vagninn aftan úr bílnum!!

Kristján Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 11:31

6 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Þú fylgist ekki vel með,Guðrún mín,allt flugbensín er keyrt í dag,úr Helguvík, en þig verðið að fá olíu og bensín á bílana ykkar,og það þarf að þjóna íbúum þessa lands,ekki viljum við hafa bílana okkar bensínlausa um alla borg??? einhvern verður að aka olíu og bensíni á þjónustustöðvar fyrir ykkur,en ef Hafnfirðingar vilji ekki láta olíubílana aka um ykkar svæði,verðið þið að hætta að nota vinnutæki og loka fyrir alla bílaumferð hjá ykkur,en svona er nú heimskuleg málflutnigngurinn ykka hjá Frjálindum,þeir sem hugsa svona ættu bara að búa á eyðieyju,takk fyrir.

Jóhannes Guðnason, 21.4.2007 kl. 11:50

7 identicon

Varðandi þennann olíubíl þá er fólk svolítið fljótt á sér að mér finnst.

þessi tiltekni bíl var t.d að flytja gasolíu eins og sést á merkingu bílsins. og bíllinn i hafnarfyrði þar losnaði vagninn af stólnum enn féll ekki til jarðar vegna snarræði bílstjóranns.

margir eru eflaust mjög svekktir út í olíufélögin og nota hvert tækifæri til að argast útí, jafnvel þó svo að það viti ekki alveg söguna á bakvið hvert atv.

Ég leyfi mér að fullyrða að bísltjórarnir hjá Skeljungi eru þeir sem eru mest meðvitaðir hvað þeir eru að flytja og aka samkvæmt því.

og eitthvað myndi nú syngja i landsmönnum ef hætt verði að aka bensíni og olíu á bensínstöðvar og þá sérstakalega hér a suðurnesjum.

Marteinn Jones (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 15:58

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jæja elsku karlarnir mínir enginn fagnar því meir en ég að sú skuli vera staðan núna, hvað er annars langt síðan það kom til sögu ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.4.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband