Frjálslyndi flokkurinn vill að frelsi einstaklinga til athafna fái notið sín.

Frelsi einstaklinga til þess að veiða fisk úr sjó hefur verið afnumið. Frelsi einstaklinga til þess að lifa af launum sínum fyrir fullan vinnudag hefur einnig verið afnumið með ofursköttum sem sett hafa upphæðir í launaumslagi undir fátæktarmörk. Frelsi einstaklinga til atvinnusstarfssemi í krafti sinnar menntunar við samfélagsþjónustuna er verulega skert því ríkið hefur allt heilbrigðiskerfið í höndum sér nær alfarið, og sveitarfélögin skólana. Kostir einkaframtaksins eru því vannýttir og ekki fæst fólk til starfa sem þarf sökum launa sem hið opinbera telur sig ekki umkomið að greiða. Þrátt fyrir mörg orð um tíma um útboð verkefna hins opinbera þá nær það aðeins yfir afmarkaða þætti eins og til dæmis ræstingar svo eitt dæmi sé tekið.

Frelsi einstaklinga til athafna fær því ekki nægilega notið sín í voru samfélagi á hinum ýmsu sviðum og því viljum við Frjálslyndir breyta.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband