Velferð Íslendinga þarf að verja.
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
Meðan svo er að fyrirtæki sem njóta miklilla skattfríðinda miðað við einstaklinga hlutfallslega virðast þess ekki öll umkomin að greiða hærri laun almennt á vinnumarkaði, þannig að mismunur skattprósentu annars vegar millum fyrirtækja og einstaklinga hins vegar skili þjóðarbúinu tekjum, þá verður að skoða í hvaða verkefni fjármunum hins opinbera er varið. Þar gengur það ekki að leggja þyngstar byrðar á þá sem minnst úr býtum bera launalega og þess vegna þarf að hækka skattleysismörk, en jafnframt og á sama tíma þarf að skoða og skera upp þau kerfi hins opinbera sem betur ná að þjóna tilgangi sínum með kosti einkaframtaks í formi útboða þjónustu ýmis konar. Kvótakerfi sjávarútvegs er efst á blaði um kerfi þar sem hvorki tilgangi eða markmiðum hefur verið náð í formi árangursmats á heildina litið. Heilbrigðisþjónustustig er í uppnámi og ekki nóg að guma af mestu útgjöldum í kerfið heldur þarf þar einnig að spyrja um árangur eins og í kvótakerfi sjávarútvegs. Lýðheilsustöð er góð og gild í sjálfu sér en þar þarf eigi að síður að spyrja um kostnað og hvort slíkt ætti ekki að vera sem eining undir Landlæknisembættinu. Lyfjastofnun , stjórnir og ráð ríkisspítala og almannatryggingalöggjöfin sem er orðin eins og samvaxin frumskógur sem enginn kemst lengur í gegn um nema fuglinn fljúgandi. Það er löngu tímabært að skilgreina þjónustustig hins opinbera gagnvart almenningi í heilbrigðis og öldrunarþjónustu , skólum og heilsugæslu ásmat félagsmálakerfinu því til viðbótar. Þjónusta hins opinbera hvoru tveggja ríkis og sveitarfélaga á að mynda heild almenningi til hagsbóta.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.