Hagsmunir Hafnarfjarðar og íbúalýðræðið.

Svo virðist sem Gunnar Svavarsson oddviti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi  og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði hafi ekki alveg áttað sig á því að hann er kominn í þingframboð þar sem kjósendur annars staðar í kjördæminu fýsir að vita hver skoðun hans er á að álverið í Straumsvík fái að stækka eða ekki. Hann gat ekki tjáð skoðun sína á málinu í þætti í kvöld en hver veit hvað kemur í ljós í kosningabaráttunni framundan. Aukið íbúalýðræði er gott en tímasetning þess í þessu máli afar umdeilanleg því ef eitthvað hefði átt að kjósa um þá var það starfsleyfi til stækkunnar. Það er hverjum manni ljóst að það eru hagsmunir íbúa Hafnarfjarðar að hafa störf í Straumsvík og þau hin sömu störf hafa verið til staðar í bæjarfélaginu í 40 ár, sem eðli máls samkvæmt hefur myndað velvilja um þá hina sömu starfssemi. Fólk kýs ekki frá sér vel launaða atvinnu, þannig er það ekki alveg sama hvar á landinu er , né heldur kýs fólk að sveitarfélag verði af tekjum til þjónustu við grunnþarfir íbúa. Notkun íbúalýðræðis mun án efa þróast í framtíðinni með skoðun á Hafnarfjarðaraðferðinni í því efni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband