Við viljum frelsi Íslendinga til sjósóknar á ný.

Frjálslyndi flokkurinn vill að hver einn og einasti Íslendingur geti haft sinn rétt til sjósóknar sem hinn sami hefur átt frá örófi alda hér við land. Þessu kom fulltrúi okkar Grétar Mar Jónsson sem leiðir lista Frjálslyndra í Suðurkjördæmi vel til skila á málefnaumræðu á Ísafirði i kvöld. Grétar benti einnig á það atriði að fulltrúar þeirra flokka sem nú vilja afnema framsal og leigu aflaheimilda Samfylking og VG samþykktu lögin um fiskveiðistjórn á sínum tíma þar sem framsalið var lögleitt. Þetta er mjög mikilvægt að menn átti sig á og skýring á þeirri litlu umræðu sem bæði VG og Samfylking hafa viðhaft um fiskveiðistjórnun hér við land því báðir flokkarnir eru þáttakendur í stjórnvaldsákvörðunum á þingi. Þess vegna varð Frjálslyndi flokkurinn til.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband