Er þetta verkefni verkalýðshreyfingarinnar, hvað með skattleysismörkin?

Ég hef enn ekki skilið það atriði hvers vegna Íslensk verkalýðshreyfing hefur látið það yfir sig ganga nær þegjandi og hljóðalaust að skattleysismörk hafi verið fryst um árabil og hafi ekki enn náð að haldast í hendur við verðlagsþróun í landinu. Hvers virði er vinna launamannsins og hver skal standa vörð um hana ?  Við launþegar greiðum gjöld til félaganna sem og iðgjöld í lifeyrissjóði lögum samkvæmt þar sem stjórnir verkalýðsfélaganna skipa fulltrúa í að við best vitum okkur til handa við ævikvöld. Sjóðir þessir hafa eigi að síður tekið upp á því að tala um skerðingar bóta, til handa eigendum sem er afar umdeilanlegt atriði og án efa nauðsynlegt verkefni til skoðunar, ef til vill nauðsynlegra en eftirlit með þvi hvort veitingahúsaeigendur skili skattalækkun til hins opinbera sem hlýtur að vera verkssvið þess en ekki verkalýðshreyfingarinnar.

kv.gmaria.


mbl.is ASÍ segir veitingahús ekki hafa lækkað verð í samræmi við skattalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband