Markaðshyggjuþokumóða ríkisstjórnarflokkanna.

Svokallað viðskiptafrelsi hefur ekki fært almenningi þann ávinning sem núverandi stjórnvöld reyna að telja almenningi trú um að sé til staðar. Aldraðir, öryrkjar og láglaunafólk hefur fengið miklu meira en nóg af núverandi ríkisstjórn í því meinta góðæri sem viðkomandi hafa reynt að bera í bæinn eins og Bakkabræður sólina forðum á Bakka. Virðingin við fólkið sem kom okkur til manns, hana er ekki að finna því miður. Það vantar einnig vitund þess efnis að öryrkjar geti umbreytt aðstæðum sínum heilsufarslega hvað varðar það atriði að fá að vinna fyrir tekjum eftir getu, án þess að bætur séu teknar af viðkomandi. Láglaunafólk sem reynir að bjarga sér með aukinni vinnuþáttöku er jafnharðan refsað með rasskellingu skattavandar, sem heimtar að fólk helst lifi við fátækt því hvatinn að vinnuþáttöku er enginn, meðan umsamin laun og upphæð þeirra sem og hlutfall skattprósentu og skattleysismörk hanga í sama fari skatta á laun sem illa eða ekki nægja til framfærslu. Þjóðfélag sem gerir ráð fyrir því að báðir foreldrar vinni utan heimilis svo framfærslukostnaður dugi fjölskyldum er ekki fjölskylduvænt. Hjónabandinu fylgir nefnilega refsing einnig eins vitlaust og það er skattalaga , skatturinn kemur og rasskellir grunneiningu samfélagsins sem einhvers staðar er skilgreind sem slík. Svo skilur enginn neitt í því að siðir og venjur í einu samfélagi séu ef til vill á reiki meðan fólk hefur ekki tíma til þess að vera til staðar með börnum sínum í frumbernsku vegna þess að vinnumarkaðurinn og skattaumhverfið er orsök í því hinu sama samhengi. Ríkisstjórnarflokkarnir eru villtir í markaðshyggjuþokumóðunni sem er þeirra eigin afurð og ef til vill má fremur líkja við frumskógarlögmál nú orðið, þar sem jafnvel óveiddur fiskur úr sjó hefur verið gerður að braskvöru.

Þessir flokkar þurfa hvíld frá setu við stjórnartaumana.

kv.gmaria. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband