Gjaldtaka hins opinbera.

Við greiðum tekjuskatt, við greiðum virðisaukaskatt, við greiðum útsvar, við greiðum komugjöld í heilsugæslu, við greiðum þjónustugjöld við leitun í heilbrigðiskerfið, við greiðum tolla og vörugjöld, við greiðum bensíngjald,  og bifreiðagjald.  Við greiðum gjald fyrir leiksskóla, við greiðum gjald fyrir að ferðast með almenningssamgöngum innanbæjar, og í raun og veru snúum við okkur ekki við nema gjaldtaka mæti okkur. Almenningur er að sligast undan gjaldtökunni á meðan ríkið gumar sig af því að vera rekið á núlli. Þarf ef til vill að fara að skoða ferðalag tilgangsins í þágu markmiðanna í þessu efni ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband