Framsóknarflokkurinn hefur týnt samvinnuhugsjóninni á markaðstorginu.

Málamyndasjónleikur Framsóknarmanna þess efnis að setja sameign auðlinda, í stjórnarskrá rétt fyrir þinglok verður skráð á spjöld sögunnar. Hagræðing verður aldrei hagræðing allra með tilfærslu auðs  og atvinnusköpunar frá fólkinu til handa örfáum aðilum er sitja einir að kökunni. Það er sérkennileg samvinnuhugsjón sem varla stenst nánari skoðun og mætti ætli að samvinnuhugsjónin hafi tapað sér á markaðstorgi tækifæranna. Markaðstorgi þar sem markaðsaðstæður og skilyrði voru ekki endilega í samræmi við upphaflegt útspil í formi þess að útbúa Matadorpeninga til umsýslu með óveiddan fisk úr sjó af Íslandsmiðum á hlutabréfamarkaði ,sem komið var á fót þar sem sjávarútvegsfyrirtæki störfuðu um tíma en hurfu af eftir ákveðin tíma. Glórulaus ganga í anda sérhagsmuna fárra í stað fjöldans, því miður. Offjárfestingar hamagangur og skuldsetning út í hið óendanlega er það sem þjóðin situr uppi með af aðferðafræði núverandi stjórnarflokka.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Guðrún María. Ef litið er 20 ár aftur í tímann til upphafs kvótakerfisins þá kemur í ljós að halli í sjávarútvegi árið 1985 var um 8% af reglulegri starfsemi og hafði verið á svipuðum nótum allt frá 1980. Ef litið er til fimm síðustu ára kemur í ljós að hagnaður í greininni er frá 10% og upp í 14%.

Sýnir þetta að allt sé í rúst í sjávarútveginum? Ég trúi því ekki að þú viljir hverfa til baka.

Nú nýlega berast fréttir um það að það sé litið til okkar sérstaklega um umhverfisvæna stjórnun fiskveiða. Það er fullljóst að upphefð okkar kemur að utan. Ætla mætti af umræðu ykkar Frjálslyndra að stjórnun fiskveiða hafi mistekist fullkomlega. Svo er víðs fjarri.

Hins vegar er mikil nauðsyn á því að efla rannsóknir á sviði sjávarútvegs, enda hefur það verið gert á síðustu árum. Jafnframt er nauðsyn að huga að nýjum leiðum, og vil ég þá sérstaklega nefna þorskeldi sem er raunhæfur möguleiki við Ísland. Fjármunum hefur nú verið veitt til kynbóta á þorski, 25 milljónum króna árlega og er það vel.

Það blasa fjölmörg verkefni við í íslenskum sjávarútvegi. Mest um vert er að kollvarpa ekki því sem áunnist hefur og bærileg sátt hefur skapast um eftir mikil átök síðustu áratuga. Þau átök voru eðlileg í kjölfar hinna miklu breytinga að setja fiskveiðar undir kvóta. Þeim átökum reynið þið Frjálslyndir að halda á lofti en getið ómögulega lagt til raunhæfar lausnir. Þið viljið bara rífast. Sat fund með oddvita Frjálslyndra í Keflavík í gær. Þar lagði hann fram svo sérkennilegar tillögur um fjórskipt kvótakerfi að ég get ekki haft þær eftir einu sinni.

Framsóknarmenn hafa þó ætíð viljað hafa svigrúm innan kerfisins til þess að koma til móts við byggðarlög sem lenda í erfiðleikum, því kerfi á að halda og allir verða að skilja nauðsyn byggðakvótans. Einnig ber nauðsyn til þess að kveða á um eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni í stjórnarskránni. Enginn fer í grafgötur um vilja framsóknarmanna í því efni. Þjóðin á þessa auðlind og mun eiga hana, en kvótakerfið byggist á nýtingarrétti.

Býður þú betur?

Helga Sigrún Harðardóttir, 14.4.2007 kl. 02:50

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Helga.

Það er of ódýrt að tala þannig að " þjóðin eigi þessa auðlind " á sama tíma og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi tala um eignarétt vegna þeirra aðferða sem viðhafðar hafa verið.

Á sama tíma og landsmenn allir hafa lotið skerðingu á frelsi til þess að veiða bröndu úr sjó með tilfærslu allra tegunda í kvóta sem gerður hefur verið að söluvöru í markaðsbissness.

Umhverfisvæn stjórnum fiskveiða..... halelúja, þú hefðir átt að horfa með mér að Öræfagrunnið fyrir nokkrum árum úr neðansjávarmyndatökum á vegum Hafrannsóknarstofnunar og sjá þar Saharaeyðimörk niðurbrotinna kóralla, mélaðra sem sand eftir botnveiðarfæri.

Sjálfbærni og núverandi fiskveiðistjórnun er ekki hægt að setja saman í einingu, því fer verulega fjarri.

Ávinningur er því miður enginn af núverandi kerfi , útgerðarfyrirtæki er skuldsett sem nemur hátt í 400 milljarða króna eins og staðan er í dag , þannig að innkoman af veiðum greiðir ekki fjárfestingakostnaðirnn sem farið hefur úr öllum böndum og fyrir dyrurm er enn einu sinni niðurskurður í þorskveiði vegna árangursleysis við uppbygginu stofnsins, sem ekki verður til þess að auka árangur nokkurs konar.

Ég ætla ekki að draga vilja þinn í efa varðandi góðan tilgang en raunin og framkvæmdin fer því miður ekki saman við þann hinn sama vilja því miður.

Sökum þess er breytinga þörf og það strax.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.4.2007 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband