Frelsi einstaklinga til fiskveiða, grundvöllur sjálfstæðis þjóðarinnar.

Það er enginn heil brú í því atriði að frelsi einstaklinga til þess að veiða fisk úr sjó skuli virkilega hafa verið hægt að niðurnjörva undir formerkjum meintrar hagræðingar sem engin er, í kvótakerfi sjávarútvegs. Frá örófi alda hafa Íslendingar verið fiskveiðiþjóð sér til lífsbjargar með haf allt í kring um landið, og uppbygging hafnarmannvirkja í byggðum til sjósóknar allt til þessa dags er í raun eitt og sér nægileg ástæða til þess að frelsi einstaklinga til fiskveiða skyldi aldrei hafa verið skert eins og raun ber vitni um í núverandi kvótakerfi. Þekkingu á ekki að sóa og henda á glæ hvað varðar vitund og vitneskju þá er sjómannastéttin íslenska býr yfir um veiðar á heimaslóðum. Frelsi til lífsbjargar þarf því að koma á að nýju hér á landi og það er forsenda þess að byggðir lands lifi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband