Situr láglaunafólkið við veisluborð í samfélaginu?

Eitt sinn var kjörorð Sjálfstæðisflokksins " stétt með stétt " en frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og þessi orð í raun snúist í andstæðu sína að mínu viti. Samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn Framsóknarflokkurinn hefur ekki orðið til þess að " stétt með stétt " gæti staðið undir nafni því ef eitthvað er þá hefur stéttum verið att saman og óendanleg togstreita mismununar hvers konar millum stétta launalega, endalaust verkefni ekki hvað síst innan hins opinbera. Sem aldrei fyrr ber hinn íslenska verkakona hvað þyngstar skattbyrðar á baki sínu, baki sem er að gefa sig vegna vinnuálags sem síflellt er aukið undir formerkjum " sparnaðar og hagræðinga " sem einungis felst í sparnaði á tímabundunum útgjöldum í formi launa ekki langtímaáhorfs á það atriði að halda sama fólki að störfum lengi og verðmeta starfsreynslu að verðleikum. Verkalýðsfélög þessa lands hafa látið allt of mikið yfir sig ganga gagnvart verkafólki hér á landi hvað varðar alls konar samningagerð og ný vinnuheiti þar sem ekkert var verið að spekúlera hvað í því hinu sama fælist í orðanna hljóðan að heitið geti um vinnuaukningu hvers konar per starfsmann sem aftur kann að þýða svo og svo mikil afföll vegna álags heilsufarslega. Fjölgun öryrkja er þar eitt dæmi að ég tel því miður. Ofurskatttaka á laun sem varla nægja til framfærslu setur fólk í fjötra endalausrar vinnuþrælkunar þar sem fjölskyldan sést varla við matarborðið lengur og gildi og siðvenjur fá ekki lengur tíma og rúm sem siðaðaðra manna þjóðfélagi sæmir.

Breytinga er þörf.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hanna Birna.

Þú ert ekki ein um það en sjálf gekk ég til liðs við stjórnmálaflokk Frjálslynda flokkinn 2003 vegna þess að mér blöskraði það atriði að enginn flokkur tæki upp á sína arma mesta óréttlætismál Íslandssögunnar kvótakerfi sjávarútvegs og allar afleiðingar af því hinu sama skipulagi á þjóðhagslega vísu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.4.2007 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband