Forgangsröðun málaflokka í íslenzku samfélagi.
Föstudagur, 13. apríl 2007
Kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi er mikilvægasta hagsmunamál Íslendinga hvað varðar að þar sé á ferð uppbygging til framtíðar sem skilar landi og þjóð verðmætum. Númer eitt er að fiskistofnar við Ísland séu nýttir með það að markmiði að náttúran fái að njóta vafans og við séum í engu að ofbjóða lífríki náttúrunnar í því efni, því hér er um matarframleiðslu að ræða sem skiptir þjóðir heims máli. Eyðilegging fiskistofna vegna rangrar aðferðafræði er alvarlegra en að sökkva landi undir vatn vegna virkjanaframkvæmda og umhverfisvernd hvers konar því fyrst marktæk ef áhorf á hafsvæðið kring um landið er meðferðis. Meira en helmingur útflutningsverðmæta þjóðarinnar verður til vegna útflutnings sjávarafurða og sökum þess skiptir það máli í fyrsta lagi að atvinnugreinin viðhaldist og í öðru lagi að eðlileg gjaldtaka í þágu þjóðarbúsins sé til staðar af þessum atvinnuvegi.
Því miður hefur HVORUGT verið fyrir hendi í núverandi skipulagi sjávarútvegs hér á landi, því uppbygging þorsks hefur mistekist og gjaldtaka til samfélagsins í núverandi skipulagi gleymdist svo nokkru nemi.
Það þýðir að þjóðarbúið vantar tekjur sem vera ættu til staðar í samfélagsverkefni og leggja þarf því skatta á almenning sem aldrei fyrr meðan skattar skila sér ekki úr sjávarútvegi sem vera skyldi.
Sökum þess er íslenskt velferðarkerfi nú í dag svipur hjá sjón og allar hugmyndir um breytingar í þvi efni standa og falla með þvi atriði hvaða stefnu við Íslendingar tökum varðandi það atriði að byggja upp fiskistofnana og dreifa atvinnutækifærum í sjávarútvegi til dugmikilla einstaklinga er skila réttlátum skattgreiðslum til samfélagsins af sinni starfssemi við verðmætasköpun sem nemur eins og áður sagði rúmlega helming útflutningsverðmæta hér á landi nú.
Breytingar til bóta á fiskveiðistjórn eru því forgangsmál stjórnmála á Íslandi.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú veist samt að aflaverðmæti hefur aldrei verið meira, er það ekki?
Þú veist að Ísland er eitt af þremur löndum í heiminum sem stundar sjálfbærar veiðar, á meðan þorskstofninn er í verulegri hættu við Kanada og Færeyjar?
Þú veist líka að aldrei hafa jafnmargir Íslendingar átt í sjávarútvegsfyrirtækjum - þú varst nú sjálf að kvarta undan hlut lífeyrissjóðanna (í sjávarútvegsfyrirtækjum) sem við eigum öll hlutdeild í. Þeir sem setja sparnað sinn í hlutabréf, launamennirnir svokölluðu, eiga töluvert undir því að ekki sé að útgerðinni vegið.
Smábátaútgerðin hefur aldrei verið jafnsterk.
Og þið viljið gera aftur hvað? Færa kvótann til og velja þá úr sem fá að veiða? Kvótakerfið er ekki heilagt, en það er hættulegt að hrófla við því nema fyrir eitthvað betra og þetta betra sem þið boðið er hvað nákvæmlega?
Kolgrima, 13.4.2007 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.