Enn frekari staðfesting á mistökum við fiskveiðistjórnun á Íslandi.

Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi barist fyrir breytingum á núverandi kvótakerfi sjávarútvegs og ár frá ári koma sífelldar staðfestingar á árangursleysi þessa kerfis gagnvart upphaflegum markmiðum þess sem eru  m.a.uppbygging verðmesta fiskistofnsins þorsks. Allt síðasta kjörtímabil hafa þingmenn Frjálslynda flokksins bent á þetta hið sama árangursleysi á Alþingi Íslendinga en núverandi stjórnarflokkar skellt skollaeyrum við. Hinir stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi hafa verið uppteknir við eitthvað annað en umræðu um fiskveiðistjórnun á kjörtímabilinu líkt og þeim komi málið lítið við. Efnahagsleg niðursveifla blasir við hvað varðar 17 prósent minni þorksstofn milli ára en útflutningsverðmæti þjóðarbúsins einungis í þorski eru um það bil 45 % .

Oft var þörf en nú er nauðsyn breytinga á núverandi fiskveiðikerfi fyrir dyrum , það gengur ekki lengur að menn fljóti sofandi að feigðarósi í þessum efnum, við Íslendingar höfum einfaldlega ekki efni á því að halda áfram á sömu braut aðgerðaleysis í fiskveiðistjórnun.

Við höfum ekki verið að iðka rétta aðferðafræði og menn þurfa að vera menn til að viðurkenna það hið sama sem fyrst.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Fjölmiðlar hafa orðað það að fiskveiðistjórnun sé gamalt mál sem enginn nennir að hugsa um.  Það er svo sannarlega mikil fyrra í gangi.

Ester Sveinbjarnardóttir, 13.4.2007 kl. 00:48

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Ester sennilega þyrftum við Frjálslyndir að setja upp kynningarfyrirlestur fyrir fjölmiðamenn um það atriði að um það bil 65% útflutningsverðmæta Íslendinga koma til í sjávarútvegi enn þann dag í dag.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.4.2007 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband