Þarf Frjálslyndi flokkurinn að taka upp á arma sína verkalýðsmál í landinu ?

Það má verulega spyrja sig þeirra spurninga hvers vegna í ósköpunum hér á landi skuli ekki hafa komið til sögu lögbinding lágmarkslauna á vinnumarkaði en í Frakklandi hafa slík lög verið í gildi í hálfa öld ef ég heyrði rétt í umræðu í útvarpi í dag. Ef ég man rétt var Kvennalistinn sálugi með eitthvað slíkt á prjónunum sem ekki virðist hafa ferðast með leiðtogum þaðan yfir í aðra flokka á vinstri vængnum. Það er gjörsamlega óásættanlegt að einstaklingi sé boðið að þiggja laun fyrir fulla vinnu sem ekki nægja fyrir lifibrauði samkvæmt mælikvarða þess samfélags sem sá hinn sami lifir í.

Meðan lægstu laun á vinnumarkaði samkvæmt umsömdum töxtum eftir greiðslu skatta standast illa eða ekki kvarða lifibrauðs, þannig að viðbótarvinna við fullan vinnudag kann að þurfa að koma til sögu má spyrja að því hvernig þeir hinir sömu sem lifa þurfa af bótum sem taka mið af lægstu töxtum komist af í voru samfélagi ?

Þeir komast illa eða ekki af OF MARGIR, sem er sorglegur vitnisburður aðferða þjóðfélags sem kennir sig við menntun og siðferði til handa þeim sem misst hafa heilsu eða taka ellilífeyri að ævikveldi að loknu ævistarfi í þágu samfélagsins. ´

Sjálf hef ég ákveðið að beita mér fyrir því að ræða það atriði innan vébanda míns flokks hvort ekki sé tímabært að setja lög um lágmarkslaun á vinnumarkaði hér á Íslandi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það virðist alltént litlu áorkað af raunverulegum hlutum til fólksins í landinu svo mikið er víst.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.4.2007 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband