Grétar Mar stóð sig glæsilega í kvöld.

Frábær frammistaða hjá félaga mínum Grétari í Suðurkjördæminu í kvöld. Hann benti á það sama og Sigurjón Þórðarson gerði einnig á Akureyri fyrir viku síðan sem var það atriði að stórfurðulegt væri að sjávarútvegsmálin væru bara ekki til umræðu í þessum þáttum þar sem það virtist til dæmis gleymast að stærsta verstöð landsins Vestmannaeyjar væri í Suðurkjördæmi. Það hentaði stjórnarherrunum alveg ágætlega enda árangursleysi kvótakerfisins algjört. Það atriði að taka virkjanamál sérstaklega fyrir ofar sjávarútvegsmálum sem eru og verða byggðamál er sérkennileg forgangsröðun.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

sammála.

Georg Eiður Arnarson, 12.4.2007 kl. 00:05

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Georg.

Já þetta var frábært hjá honum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.4.2007 kl. 00:18

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Hanna Birna, takk fyrir síðast.

Grétar var frábær, hann rasskellti stjórnarherranna fyrir umræðuleysið um sjávarútvegsmálin sem og fjölmiðlamenn, sem er alveg rétt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.4.2007 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband