Hvað segja þessir forystumenn flokkanna eftir nokkur ár ?

Var á fundi á Selfossi nú í kvöld með félögum mínum úr Frjálslynda flokknum og fannst það alveg stórmerkilegt að fulltrúar flokkanna voru þess ekki umkomnir að ræða málefni innflytjenda. Fulltrúi Framsóknarflokksins sagði umræðuna vera gegn innflytjendum, fulltrúi Vinstri Grænna taldi hana ógeðfellda, fulltrúi Samfylkingarinnar sagði hana hættulega, og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins ræddi um hana sem " populisma " . Með öðrum orðum flokkarnir geta ekki rætt málið undir þeim formerkjum að fyrirbyggja hugsanleg vandamál sem hent hafa aðrar þjóðir í kring um okkur. Þeim kemur það að virðist ekki við þótt séu þáttakendur í íslenskum stjórnmálum. Að öllum líkindum eiga skattarnir bara að vaxa á trjánum til þess að velferðarstigið sem við viljum viðhafa, viðhaldist algjörlega burtséð frá því hvort hér fjölgi fólki í þúsundum talið eða ekki. Aukin lágmarkslaun á vinnumarkaði þýða minni skattainnkomu það er ekki ýkja flókið. Kostnaður við aðlögun svo sem íslenskukennslu þarf að vera fyrir hendi ekki í mýflugumynd heldur raunverulegur. Aðlögun að samfélaginu verður eigi nema innflytjendur eigi þess kost skilja réttindi og skyldur í samfélaginu. Inntakið í þeirri fátæklegu röksemdafærslu fulltrúa flokkanna varðandi þessi mál var það helst hvað við GRÆDDUM svo og svo mikið á komu fjölda fólks hingað til lands, EKKI umhugsun hvað innflytjendur bæru úr býtum hvað þá aðstæður þeirra hér á landi nú eða ef til atvinnuleysis kynna að koma til dæmis. Það treysta núverandi fulltrúar flokkanna sér ekki til að ræða, enn sem komið er.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband