Frjálslyndi flokkurinn treystir sér til að ræða öll málefni er varða fólkið í landinu.

Við sem störfum í Frjálslynda flokknum treystum okkur til að ræða öll mál er varða almenning á Íslandi ekki bara sum. Það varðar almenning þar með talið þá innflytjendur sem hingað hafa flust að lífskjör í einu landi séu undir formerkjum þess að hér sé hægt að ræða sem velferð en ekki fátæktarfjötra skattaþrældóms án mikillar eftirtekju hins almenna launamanns. Hinn almenni launamaður á Íslandi hefur mátt þola það að vera gerður að þræl á skattagaleiðu núverandi ríkisstjórnar sem fært hefur skattbyrði yfir á þá sem lægst kjörin hafa og þjóna vel og dyggilega á hinum almenna vinnumarkaði. Verði fólk fyrir því að mega þurfa lúta heilsutapi vegna til dæmis ofurvinnu og  álags per starfsmann við vinnuþáttöku þá eru góð ráð dýr og viðkomandi þarf að inna af hendi stórar fjárhæðir við leitun í hið svokallaða velferðarkerfi sem ekkert er ef tekið er mið af þjónustugjöldum í heilbrigðisþjónustu sem inna þarf af hendi. Ofurskattaka á fólk á vinnumarkaði er ekki nýtt til þess að niðurgreiða velferð hér á landi heldur til að lækka skatta á fyrirtæki og fjármagnseigendur, af hálfu núverandi ríkisstjórnarflokka. Fyrirtæki sem áfram munu mæla arðsemi þess að greiða laun samkvæmt lægstu töxtum sem hluta af hagkvæmni starfssemi sinnar.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek hér undir hvert orð Gmaría mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2007 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband