Enginn flokka treystir sér til að ræða málefni íslenzks sjávarútvegs.

Kvótakerfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins sem núverandi ríkisstjórn hefur haft í notkun hér á landi og skilað hefur skuldsettri útgerð , arðrændri landsbyggð þessa lands varðandi nýtingu á sameign þjóðarinnar, og veiddum þorski af Íslandsmiðum í lágmarki, loðnu í lágmarki, rækju í lágmarki, brottkasti fiskjar sem verðmætasóun, umgengni við lífríkið með mörg þúsund hestafla fiskiskipum með botnveiðarfæri sem enginn veit hvernig leikið hafa hafsbotninn við landið. Núverandi formaður SF labbaði á fund útgerðarmanna með sátt um kerfið í farteskinu , Steingrímur Joð hefur þagað þunnu hljóði allt kjörtímabilið um sjávarútvegsmál alfarið og umhverfisvernd virðist ekki ná út fyrir landsteina þar á bæ. Þessir flokkar ásamt núverandi ríkisstjórn virðast því hafa steingleymt því að rúmlega helmingur útflutningsverðmæta Íslendinga eru verðmæti úr hafinu kring um landið og þau verðmæti því spurning um ávöxtun til framtíðar fyrir unga Íslendinga sem nú vaxa úr grasi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband