Gjörsamlega óviðunandi ástand til handa sjúklingum.

Það er all alvarlegur hlutur þegar svo er komið að embætti Landlæknis sendir viðvörun þess efnis að skortur á heilbrigðisstarfsmönnum ógni gæðum heilbrigðisþjónustu í landinu. Nægilegur mannafli að störfum hlýtur að vera grundvallarforsenda þess að þjónustustig sé eðlilegt og til þess þarf að leita leiða , þangað til þær finnast, leiða sem duga lengur en nokkra mánuði til þess að laga ástandið fyrir horn eins og allt of mikið hefur borið á.

kv.gmaria.


mbl.is Skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ógnar öryggi sjúklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er alveg rétt Hanna Birna, eins og við fengum að vita hefur horft í þetta ástand um nokkurt skeið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.4.2007 kl. 00:16

2 identicon

Þess vegna er líka skrítið fyrir okkur sem vinnum í heilbrigðisgeiranum og finnum vel fyrir manneklu hlusta á pólitíkusa berja sér á brjóst og tala um hvað mörg hjúkrunarrými þeir ætla að byggja á þessu kjörtímabili eða næsta. Engin talar um að þarna vantar fólk til að vinna. Og í heilbrigðisgeiranum er ekki auðvelt að vera með erlent vinnuafl svo ekki verður hægt að flytja það inn. 

Meðan launin eru lág í heilbrigðisstéttini í landi með næga atvinnu er skortur á starfsfólki.

Þess vegna verður að hækka launin, bæði hjá þeim faglærðu sem ófaglærðu. Punktur og pasta og það ætti að vera aðalbaráttumál þeirra sem vilja bætta heilbrigðisþjónustu.

Björg F (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 01:35

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Björg.

Þetta er alveg hárrétt sem þú hér nefnir, hið opinbera setur sig ekki enn á þann punkt að vera þess umkomið að greiða fólki laun sem viðhalda stöðugleika í starfsmannahaldi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.4.2007 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband