Tæknilausnir nútímans, pillur á pillur ofan.

Ofboðsleg aukning ríkisútgjalda ár hvert hefur falist í niðurgreiðslu lyfja sem ávísuð eru af læknum og læknar eru þar undir nær stöðugu áreiti lyfjafyrirtækja sem í sífellu setja fram ný og ný lyf sem eiga að vera svo og svo mikið betri en þau sem fyrir voru en nota bene kosta meira alla jafna. Ég tel að í rikara mæli muni þurfa að gera kröfur um skýr skil  milli þess hvað lyfjafyrirtæki kosta til handa starfsmönnum hins opinbera þannig að enginn vafi leiki á hagsmunatengslum þar á milli. Jafnframt er án efa nauðsynlegt að skoða Lyfjastofnun og samstarf hennar við Landlæknisembætti þannig að treysta megi stofnunum hins opinbera til þess að hafa á ferð gagnrýnt mat á nauðsyn nýjunga til lækninga hvers eðlis sem eru sem og mat á gagnsemi þeirra.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband