Af hverju eru lífeyrissjóðirnir þáttakendur á hlutabréfamarkaði ?
Sunnudagur, 8. apríl 2007
Ég sem launþegi á íslenskum atvinnumarkaði man ekki til þess að hafa verið boðuð á fund þar sem fundarefnið var það að þeim lífeyrissjóði sem ég greiddi fjármuni í var heimilað að verja þeim peningum til fjárfestinga í þessu og hinu sem ég sjálf hef minnstu eða enga hugmynd um hvað er í markaðsbraski á hlutbréfamarkaði. Við tilkomu hlutabréfamarkaðar hér á landi ,kom það í ljós að lífeyrissjóðir voru allt í einu þáttakendur í kaupum á hlutabréfum í sjávarútvegi , þar sem óveiddur fiskur úr sjó var meðal annars sú verslunarvara sem lögð var á borð. Sú stórfurðulega aðferðafræði er enn við lýði sem ég lít á sem tímaskekkju að stjórnir verkalýðsfélaga skipi að sjálfdæmi í stjórnir lífyrissjóða sem sýsla með fjármagn sem launþegar eiga í milljörðum talið í sinni vörslu. Á sama tíma hefur verkamannakerfi íbúða verið aflagt og hluti fólks í gíslingu sem lendir í því að vera ekki verðmetinn til kaupa á eignum vegna tekna , meðan lífeyrissjóðir leika sér með fé sem fólk greiðir á fjárfestingum hér og þar. Sjúkir og aldraðir sem greitt hafa í þessa sjóði gegnum tíð og tíma fá tilkynningu frá sjóðum þessum að þeirra eigin peningar skuli skertir með tekjutengingu við útgreiðslu úr sjóðunum. Hámark ósvífninnar að mínu mati og mál að linni og sjóði þessa hvoru tveggja skyldi með lögum skylda til þess að þjóna eigendum sínum í einu og öllu fólkinu sem greiðir fjármuni í sjóðina.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ferð þarna með rétt mál eins og alltaf.Freklegasta dæmi um t.d.geðþótta ákvörðunum sjóðstjórnar er Austfjarðardæmið.Þegar lífeyrissjóður þar fjárfesti í ensku knattspyrnufélagi og hlaut verulegan skaða af með slæmum afleiðingum fyrir fólkið í sjóðnum.Ég minnist ekki að hafa heyrt neinar afsökunnarbeiðnir og að menn skömmuðust sín fyrir svona fjárglæfra.Kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 8.4.2007 kl. 10:36
Sæl María. Já það er hneysli hvernig fjárglæframenn geta höndlað með eigur fólks og er lífeyrissjóður bænda eitt dæmi um slíkt, þegar þeir fjárfestu í flugfélagi á sínum tíma og töpuðu hundrað miljónum. Maður veltir óneitanlega fyrir sér hvort ekki sé betra, að spara sjálfur í bók og halda utan um það án þess að einhverjir vitleysingar komi þar nærri. Sennilega yrði útkoman betri þegar upp er staðið.
kv.Brynja.
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir, 8.4.2007 kl. 14:34
Sæl öll.
Nei það er alveg eins og ekki megi ræða um þessi mál, allt þagað í hel. Fjárfestingar í knattspyrnufélögum já ´þarna fyrir austan og Emerald Air dæmið hjá bændum. Vandlega sópað undir teppið.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 8.4.2007 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.