Stjórnmálaflokkarnir hafa hummað fram af sér umræðu um málefni innflytjenda.

Hrikalegt andvaraleysi gagnvart málefnum  innflytjenda til Íslands hefur einkennt stjórnmálaumhverfið lengi, allt of lengi hér á landi. Slíkt andvaraleysi er engum til hagsbóta og síst af öllu því fólki sem hingað kemur erlendis frá. Þvert á móti hefur þetta andvaraleysi áskapað vitundarleysi um aðstæður og aðbúnað fólks af erlendu bergi brotnu hér á landi þar sem til dæmis nægilegu fjármagni hefur ekki verið varið til þess að hjálpa fólki til þess að læra tungumálið og hafa þannig möguleika til þess að þekkja réttindi og skyldur í einu samfélagi. Nauðsynleg yfirsýn stjórnvalda hefur ekki einu sinni verið fyrir hendi hvað varðar það atriði að börn innflytjenda eigi kost á skólagöngu eins og önnur börn vegna þess að ekki viðkomandi voru ekki með kennitölur til staðar. Það gefur augaleið að við þurfum að staldra við og ná yfirsýn í þessum málaflokki og vera þess umkomin að aðlaga fólk af erlendu bergi brotnu til þáttöku sem fullgilda þjóðfélagsþegna til þáttöku í voru samfélagi, að öllu leyti en ekki til hálfs. Ég trúi því ekki að nokkur maður vilji í raun bjóða fólk velkomið til þess að búa við verri aðstæður en fólk sem lifir í landinu býr við hverju sinni. Það er lágmark að bjóða hverjum nýjum íbúa kennslu í málinu og atvinnulífið er ekki patt hvað varðar það atriði að eiga að uppfylla skilyrði um kunnáttu sinna starfsmanna til þess arna. Jafnframt er það stórmál ef fyrirtæki bjóða fólki sem hingað flyst til vinnuþáttöku lægri laun en gildi hafa á íslenskum vinnumarkaði. Það atriði þýðir aðeins eitt lækkandi innkomu skatta til samfélagslegra úrlausna og almenna hnignun velferðarstigs í einu þjóðfélagi með tíð og tíma sem gengur jafnt yfir þá sem hingað koma og þá sem hér fyrir búa.

kv.gmaria. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þú hefur lög að mæla.En skildi nokkur hafa yfir höfuð nokkura hugmynd um hvað er komið mikið af erlendum verka mönnum inn í landið?.Það læðist að mér grunur um að svo sé ekki.Lifðu hei

Ólafur Ragnarsson, 8.4.2007 kl. 10:21

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta eru víst því miður orð að sönnu. Heyrst hefur að hér sé dágóður hópur fólks sem vinni svarta vinnu og sé ekki á skrá. Ég hef heyrt töluna 2-3 þúsund. Það er skelfilegt að vita ekki hvað margir búa í landinu. Í Suður-Afriku halda heimamenn að það séu 3-4 milljónir óskráðar sem að hafa komið frá löndunum í kring um þá.

Ef við ætlum að halda við skólakerfi og heilbrigðisþjónustu hlýtur það að vera krafa yfirvalda að hér séu allir skráðir.

Það hefur einkennt íslenska þjóð að vinna ekki markvist að fyrirbyggjandi aðegerðum helldur vera með skyndilausnir þegar allt er komið í óefni. Það virðist einnig vera að gerast í þessum málaflokkki.

Gerum nýbúa landsins að íslendingum og verum stolt af þeim.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.4.2007 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband