Hér í þessu húsi þarf að mála veggina.....

Eftir að hafa verið í Kringlunni í gær að tala við kjósendur, skutlaðist ég heim og skellti mér í málningargalla og svo inn í Kópavog þar sem við tveir frambjóðendur máluðum eitt stykki kosningaskrifstofu sem við ætlum að opna þar á næstunni. Það er alltaf jafn gaman að mála einkum og sér í lagi þar sem árangurinn er svo sýnilegur ef um litabreytingar er að ræða. Það er skemmtileg fjölbreytni í störfum í kosningabaráttunni og það líkar mér vel.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hi Gmaría þú ert frábær. Ég er með móral yfir að hafa ekki hjálpað til. Kom við áðan og sá að það er að verða bara fínt hjá ykkur. Sjáumst

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.4.2007 kl. 16:22

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hæ Kolla mín.

Það er nú búið að vera nóg að gera hjá þér undanfarið á ferðalögum og fundum, vítt og breitt. Þetta verður flott hjá okkur í Kópavoginum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.4.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband