Frjálslyndi flokkurinn vill fiskveiðikerfi fyrir fólkið í landinu.

Það gengur ekki deginum lengur að ungt fólk hafi ekki lengur aðkomu að elstu atvinnugrein Íslendinga sjávarútvegi. Núverandi kerfi kvóta uppfinning Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur mestmegnis þjónað umsýsluaðilum með braskverðmæti í formi óveidds fiskjar á þurru landi en ekki öllum íbúum landsins, vistkerfi hafsins, skattkerfinu, viðskiptaumhverfinu, né eðlilegum markaðslögmálum. Kerfið hefur ekki náð uppbyggingu þorsksstofnsins , og ekki þjónað byggðasjónarmiðum heldur unnið beinlínis gegn þeim, ásamt því stóra atriði að braskumsýslan með aflaheimildirnar hefur orsakað það að útgerðarmenn ræða um slíkt sem " eignaréttindi "  af því að bankastofnanir með óskiljanlegum hætti hófu að veðsetja óveiddan fisk. Sameign þjóðarinnar  fiskimiðin kring um landið , hefur því verið sett í uppnám með þessu kerfi og mikill sjónleikur núverandi ríkisstjórnar þess efnis að þykjast ætla að áorka umbreytingum með setningu orða í stjórnarskrá rétt fyrir þinglok var  aðeins uppfærsla á Gullna hliðinu ekkert annað.  Frjálslyndi flokkurinn vill feta sig út úr þessu kerfi á áföngum og gefa frelsi til veiða á minnstu bátunum og koma hjólum atvinnulífsins í gang á ný og hefta flótta úr þorpum og byggðum landsins. Verðmætasköpun verður til með frelsi einstaklinga til athafna hvar sem er.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband