Frjálslyndi flokkurinn vill velferðarþjóðfélag sem stendur undir nafni.

Það atriði að hið opinbera standi í þvi að heimta skatta af bótum almannatrygginga og stundi alls konar tekjutengingaútreikningakúnstir til þess að ná krónum úr hægri vasanum yfir í þann vinstri er fáránlegt í einu orði sagt. Það er með ólíkindum að þing eftir þing skuli ekki hafa tekist að laga annaðhvort skattkerfið ellegar almanntryggingakerfið á þann veg að ekki sé verið að vega að framfærslumöguleikum fólks sem í litlu eða engu getur umbreytt stöðu sinni að þessu leyti. Ef öryrkjar með hluta vinnugetu reyna að taka þátt í samfélaginu með hlutavinnu kemur refsivöndurinn og skerðir og hirðir hluta afkomunnar þannig að viðkomandi er í nær sömu stöðu eftir. Ef fólk leitar síðan ásjár félagsmálayfirvalda í sveitarfélögum til aðstoðar og fær hugsanlega styrki til aðstoðar, þá viti menn styrkirnir eru skattlagðir sem tekjur , sem er hámark tilgangsleysis í þessu efni. Við í Frjálslynda flokknum leggjum til að öryrkjar geti unnið fyrir upphæð að einni milljón króna árlega án þess að slíkt skerði bætur, og hið sama gildi um aldraða hér á Íslandi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband