Brottkast fiskjar á ekki að eiga sér stað.

Kvótakerfi takmarkaðra fiskveiðiheimilda eru alla jafna sóunarkerfi að því leyti að hvati til þess að velja verðmesta fiskinn er fyrir hendi þar sem afli er takmarkaður. Evrópusambandið situr nú í súpunni í sínu skipulagi í þessu efni þar sem brottkast er gífurlegt vandamál. Í rauninni höfum við nákvæmlega ekki nokkurt einasta leyfi til þess að ganga svona um náttúruna mennirnir því náttúran hefur takmörkuð jarðargæði og þar er hafsbotninn og fiskistöðvarnar engin undantekning. Það er nefnilega til annars konar fiskveiðistjórnun þar sem hvatinn að slíku er ekki eins ríkur og í kvótakerfi því sem nú er við lýði. Brottkast orsakar það að veiddur afli á miðunum í heild er annar en tölulegar upplýsingar í landi gefa til kynna sem aftur raskar viðmiðum hvers konar til útreikninga eðli máls samkvæmt. Við Íslendingar þurfum því sem allra fyrst að koma okkur út úr slíku kerfi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband