Þeir þóttust ætla að laga kvótakerfi sjávarútvegs.
Föstudagur, 6. apríl 2007
Núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar setti það inn í sinn stjórnarsáttmála að takmarka framsal aflaheimilda innan fiskveiðisársins og auka byggðakvóta. Jafnframt innihélt stjórnarsáttmálinn það atriði að sett yrði ákvæði í stjórnarskrá þess efnis að auðlindir sjávar væru sameign íslensku þjóðarinnar. HVORUGT gekk eftir sem efndir við fólkið í landinu. Fækkun atvinnutækifæra , afkoma og búseta fjölda fólks um landið allt var hins vegar undir í þessu sambandi og gífurleg þjóðhagsleg verðmætasóun þess efnis að dsuppbyggð verðmæti í formi eigna út um hinar dreifðu byggðir landsins mættu lúta í lægra haldi fyrir skipulagi sem þjónaði einungis hagsmunum útgerðarmanna ekki íbúa eða skattgreiðenda í landinu, hvar sem þeir búa.
Úrelding uppbyggðra mannvirkja fyrir almannafé um land allt.
Heilsugæslustöðvar, skólar, löggæsla , og önnur almannaþjónusta ásamt fjárfestingum einstaklinga í íbúðarhúsnæði og atvinnuumsýslu varð eldiviður á bál einhliða áhorfs á það atriði að útgerðarmenn gætu rekið fyrirtæki með gróðaumsýslu , brasks með óveiddan fisk í formi kvóta , landshluta á milli að hentugleikum. Svo komu flestir af fjöllum með það atriði að verja þyrfti fjármagni til þess að byggja heilsugæslu aftur á höfuðborgarsvæðinu fyrir landflótta landsbyggðarmenn úr atvinnuleysi, svo ekki sé minnst á skóla og síðast en ekki síst samgöngur þar sem margir flykkjast á sama tíma á sama svæði. Þvílík og önnur eins verðmætasóun ákvarðana í atvinnustefnu fyrirfinnst varla þótt langt væri leitað og einhver kynni að segja hver er árangur kvótakerfisins með markmiðum og tilgangi sem fallið hefur um sjálft sig . Svarið er því miður enginn því þorskur er í sögulegu lágmarki og skuldir og fjárfestingar í kerfinu allt of miklar. Byggða og atvinnusjónarmiðin urðu að engu sjálfkrafa við lögleiðingu framsals og leigu það mátti hverjum manni vera ljóst. Núverandi ríkisstjórnarflokkar viðurkenna ekki vandann og stjórnarsáttmálinn um leiðréttingu á mesta óréttlæti sögunnar er því enn fyrir hendi viðkomandi flokkum til lítils sóma.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:54 | Facebook
Athugasemdir
Hárrétt hjá þér Guðrún María.Guð gefi okkur öllum landsmönnum það að Kaffibandalagið taki við stjórnartaumunum í vor.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 04:02
Og hvernig ætlar Frjálslyndi Flokkurinn að leysa þettað? Ef hann kemst í Odda-aðstöðu?? setur hann kröfur um að þetta verði lagfært?
klakinn (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 04:42
Við erum með velskilgreindar tillögur, ég mun birta þær fljótlega. Má ekki vera að því núna. En þú getur lesið málefnahandbók okkar á www.xf.is viðbótina sem er í kosningaplöggunum mun ég svo birta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2007 kl. 11:28
Þakka fyrir mig Guðrún,Sigurður,Áshildur.Þið hafið lög að mæla
Ólafur Ragnarsson, 6.4.2007 kl. 12:47
Þessar kosningar verða þjóðaratkvæðagreiðsla um núverendi fyrirkomulag fiskveiðistjórnar.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.4.2007 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.