Innheimta þjónustugjalda í heilbrigðisþjónustu á Íslandi, hefur aukist hvað mikið ?
Föstudagur, 6. apríl 2007
Hvað þurfa sjúklingar að borga mikið fyrir rönthgenmyndatöku í dag og hvað mikið borgaði sjúklingur áður en þessi ríkisstjórn sem nú situr við völd kom að stjórnartaumum ? Hve mikið þurfa sjúklingar að inna af hendi í formi alls konar þjónustugjalda í kerfi sem okkur er talinn trú um að sé hluti af okkar velferð ? Getur það verið að hinar lágu bætur sem sjúklingar með langvinna sjúkdóma hafa gangi að hluta til aftur inn í heilbrigðiskerfið sem hluti af þjónustugjöldum þeim sem inna þarf af hendi hægri vinstri fram og til baka ? Það skyldi þó aldrei vera að hugsanlega þyrfti að fara að skoða ýmsa þætti heilbrigðisþjónustu og færa úr viðjum hins miðstýrða ríkisbákns til nútíma aðferða varðandi nýtingu fjármagns með útboðum og þjónustusamningum um afmarkaða þætti. Heilbrigðis og almannatryggingakerfi landsmanna hefur of lengi verið látið endurskoðunarlaust af hálfu alþingismanna. Því hinu sama viðhorfi þarf að breyta og laun heilbrigðisstétta eiga að vera í samræmi við önnur laun á vinnumarkaði og þar fólk að störfum í fullu starfi en ekki hálfu á vegum hins opinbera við þau verk sem hið opinbera hefur með höndum. Samhæfingu og skilvirkni verkþátta varðandi heilbrigðisþjónustu með tilliti til nýtingar skattpeninga þarf að auka með áherslu á það atriði að inna af hendi grunnþjónustu heilsugæslu og bráðasjúkrahúsa, með nýtingar skattpeninga til þess arna. Á þeim stigum þjónustunnar má gjaldtaka ekki hamla leitan og einmitt sökum þess er hér spurt hve mikið myndataka kostaði á sínum tíma og hve mikið kostar hún nú ?
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.