Gömul vangavelta úr kommóðuskúffunni.

Enn er nú liðið eitt atburða ár,

atburða mikilla, harmur er sár.

Fallin í valinn svo fjöldamörg líf,

ó finn þú oss Drottin í sorginni hlíf.

 

Þótt yfir oss dynji hin óskapar él,

allt hefur staðinn og tímann að tel.

Þótt myrkrið á stundum dagana dylji,

er dugur og kjarkur, lifsins vilji.

 

Lífið er til þess að finna og vinna,

sigur í afrekum athafna sinna.

Öðlast og skilja að hver athöfn og orð,

spor okkar marka við mannanna borð.

 

Vor auður er einkum að endingu sá,

er uppspretta kærleikans byggir helst á.

Kærleikur heldur í sannleikans hönd,

saman þeir sigra af ströndu á strönd.

 

Ísland er yndislegt augum að sjá,

við árstíða birtu sem himnunum frá.

Andstæður skapa vort einstæða land,

okkar í sálina binda þær band.

 

Vort auðuga málið við eigum að virkja,

vekja upp vísugerð, fara að yrkja.

Finna svo hvernig í hrynjandi tónum,

hefjum við okkur á flug upp úr skónum.

 

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband