Umhverfi sjávarútvegs til framtíðar er stærsta hagsmunamál Íslendinga.

Enginn þáttakenda í stjórnmálaumræðum í Norðausturkjördæmi minntist einu orði á sjávarútveg nema fulltrúi Frjálslynda flokksins. Ég endurtek ENGINN. Getur það verið að núverandi kerfi sjávarútvegs hér á landi sem verið hefur við lýði í rúma tvo áratugi hafi skilað tilætluðum tilgangi sínum svo sem uppbyggingu verðmesta fiskistofnsins þorsks ? Svarið er nei. Hafa starfandi stjórnmálaflokkar í landinu hvort sem um er að ræða stjórnarflokka eða stjórnarandstöðu virkilega steingleymt þessum annars mikilvæga málaflokki í þjóðarbúskap okkar Íslendinga sem skapar rúman helming útflutningstekna ár hvert ? Svo vill til að verndun heiðargæsa á hálendinu þótt virðingarverð sé, er hjóm eitt , miðað við umhugsun um matarforðabúr þjóða heims sem er hafið kring um Ísland og umhverfisverndarsjónarmið hafa enn ekki eygt í sínum annars mikla hamagangi hér á landi undanfarið. Þar skiptir meginmáli á hverju kerfi mannsins grundvallast að teknu tilliti til aðferðafræði sem þarf að betrumbæta og breyta í ljósi árangursleysis.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Á eftir að hlusta á útsendinguna.  Sigurjón er mjög góður maður og hugsar vel um fólkið í landinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2007 kl. 09:00

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Tek undir orð Hönnu Birnu.Þetta eru vægast sagt furðuleg uppákoma.Sjálfstæðisflokkurinn sem stendur fyrir kódahryðjuverkunum sem lagt hafa heilu byggðirnar nánast í eyðin er flaggað.En Valgerður sem þó er að boða meiri álver hrapar í fylgi og hangir eiginlega í snörunni.Sigurjón sem berst fyrir að kótum verði skilað,eða allavega stjórnin á kódamálunum verði gerbreitt hefur ekki fengið þann hljóðgrunn sem hann á skilið enn.Ef hann fær hann ekki þarna.Þá spyr maður sjálfan sig hvað er fólk að  hugsa.Sigurjón býður af sér góðan þokka hefur margoft sanna sig með ræðum sínum og fyrirspurnum og hann á fullt erindi áfram á alþingi.Hann á eftir að fá byr í seglin ég trúi ekki öðru

Ólafur Ragnarsson, 5.4.2007 kl. 19:00

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Heyr, Heyr.kv.

Georg Eiður Arnarson, 5.4.2007 kl. 20:58

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sigurjón er athafnasamasti þingmaður þjóðarinnar sem ég man eftir, því frá því hann var kjörinn á Alþingi hefur hann rætt og ritað um þjóðmál öll.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.4.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband