Vitund um siðferði, verkefni stjórnmálamanna á hverjum tíma.

Frelsið er yndislegt, en til þess að við fáum frelsis notið , þurfum við að þekkja þess mörk. Frelsi getur hæglega breyst í frumskógarlögmál ef engin eru mörkin. Frelsi getur einnig breyst í helsi ef mörkin eru með því móti að maðurinn fái ekki rými til athafna í sinni tilveru innan þeirra. Verkefni stjórnmálamanna að draga mörkin réttlætis og sanngirni millum aðferða í samfélaginu á hverjum tíma er mikið og því skyldi ekki gleyma að ein forsenda þess að stjórnmálamenn séu fyrirmynd er sú að þeir hinir sömu auðsýni hver öðrum virðingu. Þar eru nefnilega dregin mörk sem aftur einkennir samfélag á hverjum tíma í ræðu og riti. Það skiptir því miklu máli að  við þáttakendur í stjórnmálastarfi í landinu sýnum gott fordæmi og ræðum málefni á grundvelli málefnanna sjálfra sem við berum fram fyrir alþjóð. Illmælgi um næsta mann, fordæming á persónum, og almennt skortur á almennum mannasiðum er ekki atriði sem við viljum sjá móta samfélag til framtiðar. Við berum ábyrgð við erum fyrirmyndir.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála sammála sammála..

En málflutningur ykkar kvennana á þessum málum varðandi innflytjenda og málflutningur jóns, magnúsar og viðars eru allt öðruvísi. Getur verið að þið séuð að tala um sama hlut en nálgist það kannski bara frá sitt hvorri hlið?

Þá legg ég til að þið konurnar í flokknum farið fram með þessi mál en látið karlana alfarið um að ræða aðra hluti.

Svona ykkur til heilla og ekki illa meint..

Björg F (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 03:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband